Fræðasvið

 

Fræðasvið hjúkrunarfræðideildar
Við deildina hefur verið skilgreind fræðasvið í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði. Svo sem: barnahjúkrun, endurhæfingarhjúkrun, fjölskylduhjúkrun, fæðingarhjálp, geðhjúkrun, geðvernd, heimahjúkrun, hjúkrun aðgerðasjúklinga, hjúkrun bráðveikra fullorðinna, hjúkrunarstjórnun, krabbameinshjúkrun, kynheilbrigði, meðgönguvernd, upplýsingatækni í hjúkrun, umönnun í sængurlegu og öldrunarhjúkrun.

Forstöðumaður er settur yfir hvert fræðasvið og er hlutverk hans að hafa forystu um þekkingarsköpun, að móta og þróa stefnu í deildinni, að stuðla að og efla rannsóknavirkni, að stuðla að myndun samstarfshópa um rannsóknir, að taka þátt í þverfaglegum og alþjóðlegum rannsóknum, að þróa kennsluhætti og bera ábyrgð á kennslu, að taka þátt í uppbyggingu framhaldsnáms, að koma nýrri þekkingu á framfæri og taka þátt í stefnumótun á heilbrigðisstofnunum.

 

Bæklingur um kennara við Hjúkrunarfræðideild og rannsóknaáherslur þeirra- mars 2016 (pdf)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is