Sóknarfæri í öldrunarhjúkrun

Ráðstefnan "Sóknarfæri í öldrunarhjúkrun" var haldin í Eirbergi föstudaginn 11. mars sl. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún var samstarfsverkefni Rannsóknastofunar í hjúkrunarfræði, fagdeildar í öldrunarhjúkrun og fagráðs í öldrunarhjúkrun.

Joyce Simard, félagsfræðingur með sérhæfingu í öldrun, var með lykilerindið "Helping people with alzheimers´s diseae live not just exist". Auk þess voru sjö önnur erindi sem snertu hin ýmsu svið öldrunarhjúkrunar. Í lokin var erindi um nýjar áherslur í þjónustu við aldraða á flæðisviði Landspítala og umræður um viðfangsefni dagsins, Veggspjöld voru einnig til sýnis. Ráðstefnan tókst vel og voru yfir 130 sem komu og hlýddu á erindin. 

Skoða myndir frá ráðstefnunni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is