Ársfundur RSH

Ársfundur Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði var haldinn 2. mars síðastliðinn. Yfirskrift fundarins var „Hvernig eflum við rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði?“. Jóhanna Bernharðsdóttir formaður stjórnar RSH setti fundinn og fór yfir ársskýrslu stofnunarinnar. Ásta Möller hélt erindi um skipulag á rannsóknastarfsemi og gæði rannsókna en hún vann nýverið skýrslu um rannsóknastofnanir, rannsóknastofur og skipulag rannsóknastarfsemi við Háskóla Íslands. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem rætt var  um  tengsl fagráða við RSH og framtíð rannsókna og rannsóknasamstarfs. Meðfylgjandi er ársskýrsla RSH fyrir árið 2015 og myndir frá deginum

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is