Doktorsvörn í ljósmóðurfræðum - Sigfríður Inga Karlsdóttir

Sigfríður Inga Karlsdóttir mun verja doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði fimmtudaginn 15. desember kl. 13:00 í Hátíðarsal í Aðalbyggingu, Sæmundargötu 2. Ritgerðin ber heitið: Sársauki í fæðingu: Væntingar og reynsla kvenna. Pain in childbirth: Women’s Expectations and Experience.

Andmælendur eru dr. Soo Downe, prófessor við háskólann í Central Lancashire í Bretlandi, og dr. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. 

Umsjónarkennari og aðalleiðbeinandi var dr. Herdís Sveinsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Meðleiðbeinendur voru dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, dósent við sömu deild, og dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Billie Hunter, prófessor við Cardiff University, dr. Ingela Lundgren, prófessor við Háskólann í Gautaborg, og dr. Thor Aspelund, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. 

Dr. Helga Jónsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl.13.00. 

Ágrip
Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á væntingum og reynslu kvenna af sársauka í fæðingu og greina hvaða þættir hafa forspárgildi varðandi jákvæða reynslu af sársauka í fæðingu. Einnig var markmiðið að skoða sársauka í fæðingu út frá heilsueflandi sjónarmiði og hvernig konur undirbúa sig fyrir sársaukann og hvað þær gera sjálfar til að takast á við hann. 

Ritgerðin byggir á þremur rannsóknum. Fyrsta rannsóknin var eigindleg þar sem gögnum var safnað með opnum viðtölum og þau greind. Önnur rannsóknin var megindleg þverskurðarrannsókn gerð á landsvísu. Þátttakendur, alls 1111 konur, svöruðu spurningalista snemma á meðgöngu. Þriðja rannsóknin var ferlirannsókn þar sem konum, sem svöruðu spurningalista í rannsókn tvö, var sendur annar spurningalisti fimm til sex mánuðum eftir fæðingu. Alls voru greind gögn frá 726 konum. 

Helstu niðurstöður rannsóknanna eru þær að konur undirbúa sig á meðgöngu fyrir sársauka og nota eigin aðferðir til að takast á við sársauka í fæðingu. Það sem hafði sterkasta forspárgildi fyrir jákvæða upplifun af sársauka í fæðingu var: jákvæð viðhorf til fæðingar á meðgöngu, stuðningur frá ljósmóður meðan á fæðingu stóð, notkun mænurótardeyfingar, menntun og lítill sársaukastyrkur í fæðingu. Í rannsóknunum þremur var lögð áhersla á að greina þá þætti sem hafa verið skilgreindir heilsueflandi útkomubreytur í tengslum við konur í barneignarferlinu og samband þeirra við aðrar áhrifabreytur. 

Niðurstöðurnar ítreka mikilvægi þess að taka tillit til sjónarhorns kvenna við skipulagningu barneignarþjónustu og þeirra heilsueflandi þátta sem geta haft áhrif á jákvæða upplifun af sársauka í fæðingu. 

Abstract
The aim of this doctoral thesis was to increase knowledge about women’s expectations and experiences of childbirth pain and to identify predictors of pregnant women’s expected intensity of childbirth pain and which factors predict a positive childbirth pain experience. Moreover, the aim was to study childbirth pain from a salutogenic perspective and how women prepare for and manage childbirth pain. 

The thesis comprises three different studies. In the first study the data was collected with open interviews with 14 women, selected through purposeful sampling, who had been healthy and had undergone normal labour and produced healthy children. In the second study, a cross-sectional survey and self-reported questionnaires were used to collect data from 1111 pregnant women early in the pregnancy, at 26 of the largest primary healthcare centres in Iceland. This consecutive national sample was stratified by residency the questionnaires were posted to women that had agreed to take part in the study. The third study was a population-based cross-sectional cohort study, where the participants in Study II were sent a questionnaire five to six months after childbirth. Data from 726 women was used. The main results of the three studies are that women do prepare themselves during pregnancy for managing the pain of childbirth and use their own strategies to manage childbirth pain. The strongest predictors for women’s positive childbirth pain experience were: a positive attitude to childbirth during pregnancy, support from the midwife during birth, use of epidural analgesia, high level of education and low intensity of pain in childbirth. In all the studies, the focus was on salutogenic outcomes and their connection to other factors in women’s own expectations and experience of childbirth pain. The results emphasize the importance of taking the women’s perspective into account when planning childbirth services and health-promoting factors contributing to a positive childbirth pain experience. 

Um doktorsefnið
Sigfríður Inga, sem er fædd árið 1963, lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1983 og BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Hákskóla Íslands árið 1988. Hún lauk ljósmóðurnámi árið 1988 frá Ljósmæðraskóla Íslands og MS-námi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum í Manchester í Englandi árið 2000. Sigfríður Inga hefur starfað sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, en starfar nú sem dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is