Hjúkrun í fararbroddi

Ráðstefnan „Hjúkrun í fararbroddi“  er skipulögð af Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði og er tileinkuð Guðrúnu Marteinsdóttur, fyrrverandi dósent við námsbraut í hjúkrunarfræði og einum af fyrstu fastráðnu kennurum námsbrautarinnar. Guðrún kenndi heilsugæsluhjúkrun og stjórnun og var frumkvöðull meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga á sviði heilsugæslu- og fjölskylduhjúkrunar. Guðrún var í doktorsnámi við Háskólann á Rhode Island, þar sem hún vann að rannsókn um áhugahvöt meðal kvenna til líkamsþjálfunar, þegar hún lést árið 1994.

Á ráðstefnunni hefur  tvisvar verið úhlutað var úr minningarsjóði Guðrúnar Marteinsdóttur en einn tilgangur sjóðsins er að veita nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á sviði heilsugæsluhjúkrunar. Skólasystur, starfsfélagar við námsbraut í hjúkrunarfræði og aðrir hjúkrunarfræðingar sem átt höfðu samstarf við hana stofnuðu minningarsjóðinn í þakklætis- og virðingarskyni við hana fyrir brautryðjendastörf í þágu hjúkrunarmenntunar á Íslandi.

Árið 2016 hlaut Sigríður Lilja Magnúsdóttir styrk fyrir framúrskarandi námsárangur í heilsugæsluhjúkrun í BS-námi. Sigríður Lilja vann ýmis verkefni í námskeiðinu Heilsugæsluhjúkrun. Hún skrifaði til að mynda forvarnarverkefni um netfíkn og fékk góða umsögn fyrir það. Einnig vann Sigríður Lilja lífstílsverkefni um reykingar á meðgöngu þar sem hún studdist við heilsueflingarlíkan Nolu Pender.
Árið 2014 hlaut Kristín Georgdóttir styrk fyrir framúrskarandi námsárangur í heilsugæsluhjúkrun í BS-námi. Kristín hlaut meðal annars meðaleinkunnina 9 í námskeiði um heilsugæsluhjúkrun.

Ráðstefnan hefur verið haldin tvisvar, árið 2014 og 2016. Fyrirhugað er að halda ráðstefnuna næst árið 2018

Hjúkrun í fararbroddi árið 2016:

Dagskrá

Ráðstefnurit

Myndir

Hjúkrun í fararbroddi árið 2014:

Dagskrá

Ráðstefnurit

Myndir

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is