Húsnæði

 

Rannsóknasetur RSH

Mörgustofa

Markmið rannsóknasetursins er að auðvelda kennurum Hjúkrunarfræðideildar Háskóla
Íslands og samstarfsfólki þeirra við Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðrar stofnanir, innlendar og erlendar, að stunda meðferðarrannsóknir.

Annað af tveimur meðferðarherbergjum rannsóknasetursins nefnist Mörgustofa, til heiðurs Mörgu Thome prófessor.

Vinnuaðstaða meistaranema

Vinnu- og lesaðstaða meistaranema er í herbergi A-204, á 2. hæð í Eirbergi. Einnig er kaffiaðstaða á sama gangi einungis ætluð meistaranemum. Margrét Björnsdóttir úthlutar föstum vinnuplássum eftir getu til þeirra nemenda sem eru að vinna að lokaverkefnum sínum.

Vinnuaðstaða doktorsnema

RSH býður doktorsnemum upp á vinnuaðstöðu á 3. hæð í Eirbergi. Vinsamlegast hafið samband við Margréti Björnsdóttur með frekari fyrirspurnir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is