Um stofnunina

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum hjúkrunar- og ljósmóðurfræði. Stofnunin heyrir undir Hjúkrunarfræðideild og er starfrækt við Háskóla Íslands. Eitt af hlutverkum RSH er að gera rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum sýnilegar.

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði skipuleggur ýmsa viðburði tengd Rannsóknum í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum eins og ráðstefnur, vinnusmiðjur, rannsóknasamræður og málþing. Einnig heldur stofnunin utan um Rannsóknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur.

Í stjórn rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði sitja: Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ og formaður stjórnar, Oddný S. Gunnarsdóttir, tilnefnd af framkvæmdarstjóra hjúkrunar við Landspítala - háskólasjúkrahús, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, tilnefnd af Hjúkrunarfræðideild og Sóley S. Bender, prófessor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, tilnefnd af Hjúkrunarfræðideild.

Verkefnastjóri daglegs reksturs er Margrét Björnsdóttir. Frekari upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar má nálgast hjá verkefnastjóra daglegs rekstur með tölvupósti: margbjo@hi.is eða í síma: 525-5280.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is